Umsóknarfrestur Kjarvalsstofa París

Kjarvalsstofa í París er stúdíóíbúð/vinnuaðstaða, sem ætluð er til dvalar fyrir listamenn. Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar,
mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands og er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni.

Þeir sem í stofunni dvelja greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts er rekur stofuna og miðast við kostnað af rekstri hennar. Á árinu 2015 verða þau 426 evrur á mánuði fyrir einstakling en 578 evrur á mánuði fyrir tvo. Úthlutun er lágmark tveir mánuðir í senn en vegna fjölda umsókna undanfarin ár hefur dvalartími að jafnaði verið 2 mánuðir. Dvalargestir skuldbinda sig til að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu, þ.á m. er ætlast til að þeir nýti stofuna allan úthlutunartíma sinn.

Auglýst er eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu fyrir tímabilið 1.
ágúst 2015 til 31. júlí 2016. Sótt er um á Rafrænni Reykjavík, http://rafraen.reykjavik.is Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2015.

Frekari upplýsingar veitir skrifstofa Menningar- og ferðamálasviðs í s. 590-1520 eða á netfanginu menning@reykjavik.is.

STJÓRN KJARVALSSTOFU Í PARÍS

Auður Halldórsdóttir
Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar
590-1520
Ingólfsnaust – Vesturgata 1
101 Reykjavík
www.reykjavik.is/menningogferdamal
audur.halldorsdottir@reykjavik.is