View Profile

Sólveig Guðmundsdóttir

  • 47 ára
  • Leikari

Ég hef verið sjálfstætt starfandi leikkona frá 2002 og unnið með fjölda leikhópa. M.a. Hafnarfjarðarleikhúsinu, Opið út, Leikhúsinu 10 fingur, GRAL, Rauða þræðinum og er ein af stofnendum Kvenfélagsins Garps. Ég er hluti af Pörupiltum og hef skrifað og/eða framleitt stóran hluta þeirra verkefna í leikhúsinu sem ég hef komið að. Ég hef mikla reynslu af auglýsingalestri, bæði á ensku og íslensku.
Síðustu hlutverk í leikhúsi:
Agnes í ILLSKA, Stúlka í Lífið - stórkskemmtilegt drullumall og Hjartadrottningin í Lísa í Undralandi hjá LA og Pozzo/Dóri Maack í Beðið eftir Godot.
Sjónvarps- og kvikmyndareynsla:
Í sjónvarpi hef ég tekið þátt í nokkrum bíómyndum, m.a. Köld slóð og Brim og þá í litlum hlutverkum, ég lék einnig í nokkrum þáttum af Pressu og aðeins í Spaugstofunni sem og í Áramótaskaupinu 2015.

Nánari upplýsingar

Hæð: 168 cmMenntun: BA í leiklist frá The Arts Educational School of Acting 2002Hæfileikar: Enska, trúðatækni, drag, vanur kennari og aðstoðarleikstjóri, mikil reynsla af spunavinnu.