View Profile

Jón Stefán Sigurðsson

  • 41 ára
  • Leikari

Jón Stefán nam leiklist í ALRA (Academy of Live and Recorded Arts) í Bretlandi og útskrifaðist árið 2008.
Leikhópar
Eftir útskrift starfaði Jón Stefán með ýmsum leikhópum, einkum The Lion and Unicorn Theatre Group. Jón stofnaði leikhópinn Fullt hús og árið 2011 setti hópurinn upp leiksýninguna Póker í Tjarnarbíói. Árið eftir flutti hópurinn verkið Hundalógík í Þjóðleikhúskjallaranum. Jón var þýðandi beggja verka.
Jón starfar sem sviðsmaður í Þjóðleikhúsinu og hefur tekið þátt í mörgum leiksýningum þar. Hann hefur haft yfirumsjón á sviði með ýmsum sýningum, meðal annars Svörtum fjöðrum, Heimkomunni og Sporvagninum Girnd. Um þessar myndir leikur hann í barnasýningunni "Umhverfis Jörðina á 80 Dögum" í Þjóðleikhúsinu.

Nánari upplýsingar

Hæð: 1.90cmMenntun: BA gráða í leiklistHæfileikar: Söngur, Enska, Hreimar,