View Profile

Elín Gunnarsdóttir

  • 50 ára
  • Leikari

Elín útskrifaðist úr The London Academy of Music and Dramatic Art árið 1999 en hafði áður lokið 6.stigi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík. Hún dvaldi um tíma í London eftir útskrift, lék í Pains of Youth í Gate Theatre í Notting Hill, lærði handritsskrif hjá Robert McKee og textaflutning hjá nemanda Jim Henson prúðuleikara í A1 Vox í Soho. Þegar hún flutti aftur heim til Íslands vann hún við framleiðslustörf hjá Sagafilm og fór svo að vinna fyrir Júlíus Agnarsson við talsetningar á teiknimyndum. Hún talaði fyrir kúrekastelpuna í Toy Story, þýddi Wall-e og Ratatouille og túlkaði aukaraddir í Shrek, Happy Feet og Kung Fu Panda. Hún hefur lesið ótal auglýsingar og kynningarmyndbönd fyrir fyrirtæki svo sem Landsvirkjun, Össur og Álverið í Straumsvík. Á sviði hefur hún leikið í Happy End í Gamla Bíó, Túskildingsóperunni í Þjóðleikhúsinu, American Diplomacy í Borgarleikhúsinu og Heddu Gabler í Tjarnarbíói. Hún fékk styrk úr Brynjólfssjóði til að fara á mánaðarnámskeið í kvikmyndaleik í París hjá New York Film Academy og lék aukahlutverk í Óróa og Sumarbörnum. Hún hefur lesið yfir 200 hljóðbækur fyrir Hljóðbókasafn Íslands, Forlagið og Storytel, en árið 2023 gaf Storytel út sem novellu á hljóðbók og rafbók Sumarið '75 sem er kvikmyndahandrit eftir hana sjálfa.

Nánari upplýsingar

Hæð: 165 cmHæfileikar: Lestur, enska