View Profile

Davíð Freyr Þórunnarsson

  • 46 ára
  • Leikari & Dansari

Davíð Freyr hefur frá útskrift úr leiklistarskóla árið 2007 leikið í fjölda verkefna á sviði, bíó, sjónvarpi og útvarpi, hérlendis sem erlendis. Hann er einn af frummeðlimum 16 elskenda og hefur leikið í öllum þeirra verkum. Hann hefur að auki leikið með hópum eins og Óskabörnum Ógæfunar, Kriðplei og nýlega með Fimbulvetri þar sem Davíð fór með hlutverk Skrímslisins við mjög góðan orðstýr í Blóðugu Kanínunni eftir Elísabetu Jökulsdóttur sem sýnt var í Tjarnarbíó 2022.

Davíð hefur leikið bæði í innlendum sem erlendum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum á borð við Bjarnfreðarson, Órói, Vonarstræti, Réttur 3, Stella Blomqvist 2, Systrabönd og nýlega Venjulegt Fólk. Erlend verkefni eru þó nokkur beggja vegna Atlantshafsins og hefur Davíð t.a.m. leikið í auglýsingu sem sýnd var í hinu margrómaða auglýsingahléi á Superbowl - úrslitaleiks í amerísku NFL deildinni. En það er dýrasti auglýsingatími í heimi.

Davíð er afar fískiskur og hefur nýtt það vel í sínu listræna starfi hvort sem er dans, fimleikar eða annars konar hreyfiformum og má þar þakka sterkum íþrótta- og dansbakgrunni. Davíð hefur ljúfa barritón rödd en hefur annars breitt raddsvið og fjölbreytta möguleika í raddfærakassanum.

Nánari upplýsingar

Hæð: 175cmMenntun: BA- leiklsit, Film/Teaterskolen Holberg Kaupmannahöfn, MA - menningarstjórun, Háskólinn á BifröstHæfileikar: Tungumál, sund, dans, fimleikar, söngur, spila á gítar og er slagfær á bassa og trommur.