View Profile

Björn Ingi Hilmarsson

  • 60 ára
  • Leikari

Björn Ingi Hilmarsson er fæddur á Dalvík og útskrifaðist frá Leiklistaskóla Íslands árið 1990. Hann var sjálfstætt starfandi leikari í 6 ár en var fastráðinn við Borgarleikhúsið frá árunum 1996-2008. Á þessum tíma lék hann yfir 70 hlutverk m.a. Stanley í Sporvagninn Girnd, Pozzo í Beðið eftir Godot, Pétur Stockmann í Fjandmaður fólksins og Biff í Sölumaður deyr.
Björn Ingi hefur einnig starfað með Íslenska dansflokknum m.a. í Coppelíu og Jörfagleði og tók þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar á Niflungahringnum.
Að auki hefur hann leikið í yfir 20 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum bæði hér heima og erlendis.
Björn Ingi starfaði frá árinu 2010-2015 hjá Teater Pero í Stokkhólmi og lék yfir 600 sýningar á sænsku.
2016 hóf hann störf hjá Þjóðleikhúsinu og starfar þar sem forstöðumaður Barna og fræðslustarfs/Nýir gestir auk þess að leika og leikstýra.

YOUTUBE LINK FYRIR SHOWREEL
http://youtu.be/QnF4rF7th_E

VIMEO LINK FYRIR ÄKTA MÄNNISKOR
http://vimeo.com/album/2747482/video/93012877
Time code: 11.30-12.43

VIMEO LINK FYRIR HORNBACH AUGLÝSINGU
http://vimeo.com/76598398

Nánari upplýsingar

Hæð: 182 cmMenntun: Leiklistarskóli Íslands 1986-1990Hæfileikar: Tala sænsku mjög vel, vanur hestamaður, og mótorhjóla ökumaður