View Profile

Alexía Björg Jóhannesdóttir
- 47
ára
- Leikari
Alexía útskrifaðist árið 2003 frá leiklistarskólanum Arts Educational school í Bretlandi og hefur verið sjálfstætt starfandi leikkona síðan þá. Hún hefur komið fram með ýmsum leikhópum, leikið í bíómyndum, stuttmyndum og auglýsingum. Alexía hefur meðal annars leikið í Kirsuberjagarðinum og Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu, kvikmyndinni Fölskum fugli, sjónvarpsþáttunum Ráðherrann 2 og Dimmu.
Alexía er ein af stofnendum leikhópsins Pörupiltar og hefur skrifað, leikstýrt og leikið með þeim síðastliðin 15 ár. Leiksýningin Kynfræðsla Pörupilta var sýnd á hverju ári fyrir unglinga í 8 ár.
Alexía er ein af stofnendum leikhópsins Pörupiltar og hefur skrifað, leikstýrt og leikið með þeim síðastliðin 15 ár. Leiksýningin Kynfræðsla Pörupilta var sýnd á hverju ári fyrir unglinga í 8 ár.