View Profile

Ævar Þór Benediktsson

  • 39 ára
  • Leikari & Sviðshöfundur

Ævar Þór Benediktsson útskrifaðist sem leikari frá leiklistardeild LHÍ árið 2010. Fyrstu fjögur árin eftir útskrift lék Ævar ýmis hlutverk í Þjóðleikhúsinu, m.a. í Vesalingunum, Englum alheimsins, Spamalot og Dýrunum í Hálsaskógi. Á sama tíma skrifaði hann og stjórnaði barnafræðsluþáttunum um Ævar vísindamann á RÚV, sem hann vann fjögur Eddu-verðlaun fyrir; þrjú ár í röð sem barna- og unglingaefni ársins og ein sem lífsstílsþáttur ársins. Þá var hann tvisvar tilnefndur til Eddunnar sem sjónvarpsmaður ársins. Ævar er sömuleiðis einn af vönustu talsetjurum landsins.

Ævar hefur haslað sér völl á síðustu árum sem einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar, en hann hefur líka skrifað útvarpsleikrit og leikverk. Þá hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín við barnamenningu.

Ævar hefur leikið í ýmsum styttmyndum, kvikmyndunum XL og Héraðinu, ásamt hlutverkum í sjónvarpsþáttunum Dagvaktinni, Hæ Gosa, Rétti, Borgarstjóranum, Heimsenda og Jarðarförinni minni, en fyrir það síðastnefnda var hann tilnefndur til Eddunnar 2021 sem besti leikari í aukahlutverki.

Showreel á https://vimeo.com/596682149

Nánari upplýsingar

Hæð: 175Menntun: Listaháskóli Íslands - Leiklistardeild - BFAHæfileikar: Söngur, skrif

Umboðsskrifstofa

Móðurskipið