View Profile

Tanja Líf Traustadóttir

  • 25 ára
  • Leikari & Söngvari

Tanja Líf hóf leikferil sinn árið 2006 á fjölum Þjóðleikhússins og hefur allar götur síðan verið með annan fótinn í leiklistinni. Hefur m.a. tekið þátt í Áramótaskaupinu, útvarpsleikhúsi og hinum ýmsu leiklistarnámskeiðum.

Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af málabraut með áherslu á leiklist og síðan lá leið hennar út til Barcelona þar sem hún stundaði þriggja ára BA nám í leiklist við listaháskólann Institute of the Arts Barcelona þaðan sem hún útskrifaðist með fyrstu einkunn í júní 2021. Innan veggja skólans lærði hún allt frá tækni Stanislavskis yfir í nútímaleikhús. Shakespeare, grísk tragedía, kvikmyndaleikur, raddbeiting, söngur, dans, skapandi skrif, leikstjórn og listasaga eru nokkur dæmi um áfanga sem voru á námskrá skólans.

Nýlegasta verkefni hennar er hlutverk í hinni þýsku sjónvarpsseríu Balko, sem hefur fengið einróma lof í kvikmyndaheiminum. Þar fór hún með hlutverk Maríu Vargas.

Nánari upplýsingar

Hæð: 167cmMenntun: Institute of the Arts Barcelona (IAB)Hæfileikar: Söngur, hlaup, spænska, tungumál, crossfit, skíði, selló, spuni, Shakespeare