View Profile

Ólafur

  • 32 ára
  • Leikari

Ólafur Ásgeirsson (f. 1990) útskrifaðist af Leikarabraut Sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands árið 2015. Ólafur fór í kjölfarið til New York þar sem hann lærði Michael Chekhov leiklistartækni í The Michael Chekhov Acting Studio og spunatækni við UCB spunaskólann. Ólafur hefur leikið í kvikmyndunum Órói (2010) og Taka 5 (2019), auk þess sem hann hefur leikið í fjölda þáttasería, stuttmynda og auglýsinga. Ólafur hefur þar að auki starfað sem leiklistarkennari á öllum skólastigum og hefur síðastliðin 5 ár kennt spuna á vegum Improv Ísland auk þess sem hann sýnir vikulega spunasýningar í Þjóðleikhúskjallaranum.

Nánari upplýsingar

Hæð: 174 cmMenntun: BA gráða í leiklist frá Listaháskóla Íslands

Linkar

IMDB