View Profile

Júlía Hannam

  • 72 ára
  • Leikari

Nýjasta verkefni Júlíu er þátttaka í leikverki Lab Loka, Marat Sade sem nú er í sumarfríi en verður að öllum líkindum aftur á fjölum Borgarleikhússins í haust. Frá 2016 hefur Júlía starfað með Leikhúslistakonum 50+ en hún hefur verið gjaldkeri frá stofnun félagsins. Hún tók þátt í Dansandi ljóðum Gerðar Kristnýjar í leikstjórn Eddu Þórarinsdóttur og Konur og Krínólín í leikstjórn Eddu Björgvinsdóttur.
Hún hefur leikið í kvikmyndum, svo sem Citicen Cam, Fiasko, Skilaboð til Söndru, Bjarnfreðarson, Svartur á leik, Ég man þig o.fl. Einnig í sjónvarpsþáttunum Pressa 1, Hæ Gosi 3, og Fangar.

Auk þess hefur Júlía unnið í þremur uppsetningum Lab Loka, Fröken Júlíu, Ufsagrýlum þar sem hún var í hlutverki Ufsagrýlu, háseta og minningaverunnar og Marat Sade sem frumsýnt var á Nýja sviði Borgarleikhúss í janúar 2023.
Júlía hefur brennandi áhuga á leik og leikhúsi. Auk þess að leika hefur hún leikstýrt og skrifað fyrir leikhús, bæði einþáttunga og leikrit í fullri lengd.

Nánari upplýsingar

Hæð: 164 cm.Menntun: Nám við Stage Group Theatre (Wendell Philipps) leiklistarskólann í San Francisco 1977 til 1979. Cand Oceon gráða í viðskiptafræði frá HÍ 1992, Leiðsögunám frá Endurmenntun HÍ 2010 og BA gráða í frönsku frá HÍ 2014. Ýmis námskeið í mismunandi leikaðferðum, m.a. gamanleik, grímuleik, trúðleik, devised, Grotovski og Stanislavski aðferðum hjá fjölda frábærra kennara, m.a. Stephen Harper, John Wright, Rúnari Guðbrandssyni, Jurij Alschiz og Ágústu Skúladóttur. Einnig námskeið í leikritaskrifum og leikstjórn hjá Bjarna Jónssyni, Karli Ágústi Úlfssyni og Sigrúnu Valbergsdóttur.Hæfileikar: Getur sungið, franska og enska, setið hest.(sbr. Hæ Gosi.)