View Profile

Jóna G. Kolbrúnardóttir

  • 31 ára
  • Söngvari

Jóna G. Kolbrúnardóttir lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2014. Haustið 2014 hélt hún í framhaldsnám til Vínarborgar. Þar lauk hún sumarið 2018 Bakkalárgráðu við Tónlistarháskólann. Jóna hefur hlotið ýmsa styrki fyrir framúrskarandi árangur í söng meðal annars úr Tónlistarsjóði Rótarýs á Íslandi og einnig í Vínarborg. Hún útskrifaðist með meistaragráðu vorið 2021 frá Óperu Akademíunni við Konunglegu Óperuna í Kaupmannahöfn. Jóna hefur verið sýnileg í tónlistarlífinu hérlendis síðustu ár. Hún hefur komið fram sem einsöngvari á þónokkrum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Síðast á Vínartónleikum sveitarinnar 2020 og á Klassíkin okkar 2021 sem sýndir voru í beinu streymi á RÚV. Jóna hefur farið með tvö hlutverk í uppfærslum hjá Íslensku Óperunni. 2018 sem Gréta í óperunni “Hans og Gréta” og 2022 sem Anna í óperunni “Brothers” eftir Daníel Bjarnason . En einnig hefur hún komið fram á Kúnstpásu tónleikum á vegum Íslensku Óperunnar og kom fram í annað sinn í þeirri röð fyrrihluta maí 2022. Hún fór með hlutverk Papagenu við Konunglegu Óperuna í Kaupmannahöfn haustið 2020 í Töfraflautunni eftir Mozart.

Jóna er einn af stofnendum Kammeróperunnar sem er nýstofnað tónlistarfélag á Íslandi. Markmið Kammeróperunnar er að skapa vettvang fyrir smærri óperu verkefni en einnig hefur Jóna sungið í kvartett á vegum félagsins sem hefur nú þegar komið mikið fram í tónlistarlífinu á Íslandi. Síðast í byrjun júlí á Sumartónleikum í Skálholti og á Sumartónleikum Listasafns Sigurjóns Ólafssonar. Jóna söng hlutverk Despinu í óperunni “Così fan tutte” eftir Mozart í fyrstu óperu uppfærslu Kammeróperunnar í Iðnó í október 2022.

Nánari upplýsingar

Menntun: Tónlistarháskólinn í Vínarborg, 2014-2018, BA í klassískum söng. Óperuakademían í Kaupmannahöfn, 2019-2021, MA í klassískum söng með áherslu á óperu

Linkar

Facebook