View Profile

Halldóra Þöll Þorsteins

  • 29 ára
  • Leikari & Söngvari

Halldóra Þöll Þorsteins útskrifaðist með fyrstu einkunn frá Rose Bruford College í London árið 2019. Síðan þá hefur hún verið búsett á Íslandi og Bretlandi. Hún hefur lært söng í mörg ár hjá Margréti Eir og í Söngskóla Sigurðar Demetz og var í Götuleikhúsinu í tvö ár.
Halldóra er helst þekkt fyrir leik sinn í Netflix myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga (2020) og Verbúðinni (2022).
Nýlega tók Halldóra þátt í söngleiknum Blóðlína: The Viking Musical, sem er nýr breskur söngleikur sem sýndi á Edinburgh Fringe Festival allan ágúst árið 2022. Söngleikurinn og leikarar fengu mikið lof, sýningin var tilnefnd sem besti nýji söngleikurinn á hátíðinni og er nú í þróun fyrir fulla lengd og ferðalag um Bretland.
Hún var einnig valin sem alþjóðlegur þátttakandi í Next Generation residensíu á vegum Assitej Pakistan, fyrir alþjóðlegt samstarf og samvinnu varðandi barnaleikhús og menningu.
Halldóra fékk styrk árið 2020 fyrir tónleika sýninguna Dóra er Judy. Sýningin er heiðurssýning tileinkuð Judy Garland og er nú verið að vinna að cabaret-style sýningu.

Nánari upplýsingar

Hæð: 165Menntun: Rose Bruford College - útskrifaðist með fyrstu einkunn, 2016-2019, Söngskóli Sigurðar Demetz, 2013-2016, er í M.A. námi í Kynjafræði í Háskóla Íslands.Hæfileikar: Með góða söngrödd, les nótur ágætlega, mjög góð í enskum hreimum: General American, General Southern, RP - en líka ágæt að læra nýja hreima. Ég spila smá á ukulele, er að læra BSL táknmál, eldspúun, sund.