View Profile

Erla Dóra Vogler

  • 40 ára
  • Söngvari

Erla Dóra Vogler stundaði nám í klassískum söng við Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs hjá Keith Reed, Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Þórunni Guðmundsdóttur og útskrifaðist með diplóma í óperusöng frá Tónlistar- og sviðslistaháskóla Vínarborgar.
Erla hefur komið fram í óperum, óratoríum, söngleikjum, leikritum, gjörningum og tónleikum bæði sem klassísk söngkona og dægurlagasöngkona, með hljómsveitum, einleikshljóðfærum, kammerhópum og kórum. Hún hefur einnig frumflutt verk nútímatónskálda og tekið þátt í nýstárlegum uppsetningum og margvíslegri tilraunastarfsemi, m.a. á vegum Wildworks. Þá hefur Erla annast verkefnastjórn fjölda menningarverkefna – bæði á eigin vegum og annarra, og staðið að útgáfu tveggja geisladiska: Víravirki, Isländische Lieder - Íslensk söngljóð (2010) ásamt austurríska píanóleikaranum Doris Lindner, og Jórunn Viðar – Söngvar (2018) ásamt píanóleikaranum Evu Þyri Hilmarsdóttur, sem tilnefndur var til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum Plata ársins.
Erla Dóra er hluti af sviðslistahópnum Hnoðra í norðri, Tríói Akureyrar, dúóinu Jón & Erla, hljómsveitinni Dægurlagadraumum og Tríói Túnfífli.

Nánari upplýsingar

Hæð: 175Menntun: Universität für Musik und Darstellende Kunst Wien, diploma í óperusöngHæfileikar: Klassísk og dægurlagasöngkona, með grunn í sviðsskylmingum og barokkhreyfingum.

Linkar

Facebook