View Profile

Elfar Logi Hannesson

  • 53 ára
  • Leikari

Elfar Logi útskrifaðist sem leikari frá The Commedia School í Danmörku vorið 1997. Síðan þá hefur hann verið velvirkur og þá sérlega í leikhúsinu. Hann stofnaði Kómedíuleikhúsið 1997, sem varð að atvinnuleikhúsi Vestfjarða árið 2000 og hefur starfað þar síðan. Elfar Logi hefur leikið í nærri öllum verkum leikhússins sem og samið mörg leikverkanna. Árið 2004 stofnaði Elfar Logi einleikjahátíðina Act alone sem hefur verið haldin árlega síðan og er því lang elsta leiklistarhátíð á Íslandi. Elfar Logi hefur leikið bæði í kvikmyndum, sjónvarpi og útvarpi. Hann hefur ritað nokkrar bækur um leiklist bæði kennslubækur og fræðibækur. Einnig hefur hann samið mikið af efni fyrir börn bæði bækur og leikrit.

Nánari upplýsingar

Hæð: 1,71Menntun: Leikari frá The Commedia School DanmörkuHæfileikar: Ofvirkur en auk þess að leika getur einnig párað texta og er mjög góður uppvaskari

Umboðsskrifstofa

Kómedíuleikhúsið