View Profile

Björk

  • 37 ára
  • Leikari & Söngvari

Björk Níelsdóttir stundaði nám í klassískum söng við Tónlistarskólann í Hafnarfirði hjá Þórunni Guðmundsdóttur og við Tónlistarháskólann í Amsterdam. Árið 2015 útskrifaðist Björk með hæstu einkunn úr mastersnámi þaðan og fékk hún auk þess sérstaka viðurkenning fyrir listsköpun. Björk hefur komið fram í frumflutningi á fjöldamörgum óperum, leikuppfærslum og tónverkum bæði á Íslandi og í Hollandi t.d., Aardappelvreters eftir David Dramm, Plastóperunni eftir Gísli J. Grétarsson og Árna Kristjánsson, Ruimtevlucht, sem var tilnefnd sem barnasýning ársins 2020 á leiklistarverðlaununum í Hollandi og í frumflutningi á hollensku óperunum Dwaalhuis í uppfærslu Holland Opera og Kaapdiegoeiekoop í uppfærslu Silbersee.
Á Íslandi hefur hún verið í framvarðasveit í flutningi á samtímatónlist og frumflutt hátt í 40 kammerverk og óperur.
Björk hefur einnig samið tónlist fyrir hljómsveitir sínar og gaf hún nýverið út ljóðabálkinn Allt er ömurlegt í formi ljóðabókar og smáskífu.
Björk Níelsdóttir hefur líka túrað með Björk Guðmundsdóttur og Florence and the Machine sem söngkona og trompetleikari.
Björk gaf út sína fyrstu hljómplötu með Gadus Morhua, Peysur og Parruk og smáskífuna Flowers of Evil með Dúplum dúó í nóvember 2021. Hún söng einnig í frumflutningi á barnaóperunni Fuglabjargið í uppfærslu Borgarleikhússins í janúar 2021. Björk söng í frumflutning á tveimur íslenskum óperum á síðasta ári; titlhlutverkið í óperunni Mærþöll eftir Þórunni Guðmunsdóttur og hlaut hún mikið lof fyrir og hlutverk Áróru í óperunni Þögnin eftir Helga R. Ingvarsson og Árna Kirstjánsson. Einnig söng hún í fyrsta skiptið einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands í desember síðastliðinn.
Framundan hjá Björk er frumsýning og frumflutningur á Ever/ Reve með þýska danskompaníinu Ben J. Riepe þann 5.maí næstkomandi í Dusseldorf.
Björk Níelsdóttir er fastur meðlimur í Kaja Draksler Oktett, Dúplum dúó, Polyband, Gadus Morhua, Cauda Collective og Stirni Ensemble auk þess sem hún starfar sem trúður á Trúðavaktinni.
Björk var valin Bjartasta Vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018 og tilnefnd til Grímuverðalaunanna sem söngvari ársins 2019. Hún hlaut einnig tilnefningu sem söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2022.

Nánari upplýsingar

Hæð: 165Menntun: MA Voice 2015 - The Conservatory of AmsterdamHæfileikar: Söngur, trompet, enska, franska, hollenska, tónsmíðar

Linkar

Vefsíða