View Profile

Ásgeir Ingi Gunnarsson

  • 27 ára
  • Leikari

Ásgeir Ingi Gunnarsson útskrifaðist með BA (Hons) leiklistar gráðu frá Arts University Bournemouth í Englandi árið 2020.
Hann setti á svið grínsýninguna The Lost Viking (Týndi víkingurinn) á lokaári sínu í Englandi sem fékk mikið lof.
Ásgeir hefur síðustu ár leikið ýmis hlutverk í bíómyndum, þáttum, auglýsingum sem og á sviði. Hann hefur einnig lengi haft brennandi áhuga á gríni og hefur verið að prófa sig áfram við uppistand og spuna með leiklistinni.

Hann leikur eins og er í verkinu Marat/Sade í Borgarleikhúsinu og þar áður má nefna verk eins og Treasure Island (Gulleyjan) sem sett var á svið í Lighthouse leikhúsinu í Poole, Date-a-prisoner.com í Grasshopper leikhúsinu í Poole og The Caucasian Chalk Circle (Kákasíski krítarhringurinn) í Bournemouth.
Meðal hlutverka í kvikmyndum og sjónvarpi má nefna kvikmyndir eins og Plaguepits: The Torture Dead (væntanleg 2023), Einvera (væntanleg 2023) og þættina Venjulegt fólk 4.

Nánari upplýsingar

Hæð: 198cmMenntun: BA (Hons) Acting, Arts University Bournemouth Hæfileikar: Sviðsbardagi, uppistand, söngur og Köfunarréttindi (PADI Advanced Open water)