View Profile

Andrea Ösp Karlsdóttir

  • 41 ára
  • Leikari

Andrea Ösp Karlsdóttir útskrifaðist sem leikkona frá The American Academy of Dramatic Arts í Los Angeles árið 2011 og á undan því með diplóma í sirkuslistum og líkamlegu leikhúsi frá Circomedia í Bristol árið 2006. Andrea hefur unnið við leiklist í fjölda ára og er meðal annars einn stofnandi Leikhópsins Lottu. Auk Lottu hefur Andrea meðal annars leikið í Tjaldinu með Miðnætti í Borgarleikhhúsinu, í Eldbarninu með Möguleikhúsinu, hún leikur Skjóðu í Jóladagatali Hurðaskellis og Skjóðu og sýnir Skjóða einleiki á einkaviðburðum allan desember sem og í Jólaskóginum. Hún er með mikla reynslu í brúðuleik og hefur ferðast um heiminn með margverðlaunaðar brúðuleiksýningar fyrir fullorðna með norsk-ameríska leikhópnum Wakka Wakka productions. Hún hefur einnig leikið í stuttmyndum, bíómyndum og sjónvarpsþáttum sem margar hafa heimsótt verðlaunahátíðir um allan heim.

Andrea talsetur talsvert magn af barnaefni, les inn hljóðbækur og auglýsingar og er hún meðal annars rödd KFC á Íslandi.

Nánari upplýsingar

Hæð: 162Menntun: Leiklistarnám: The American Academy of Dramatic Arts (AADA), Los Angeles / Sirkusnám: Circomedia, Bristol, England.Hæfileikar: Söngur, dans, brúðuleikur, juggl, jafnvægisfimleikar, brúðugerð, leikmyndamálun, leikmunagerð og almenn gleði!