Viðræður við Leikfélag Reykjavíkur

Viðræður standa nú yfir milli FÍL og Leikfélags Reykjavíkur um nýjan kjarasamning leikara við Borgarleikhúsið en hann hefur verið laus síðan 31. október sl.

Við höfum nú fundað í tvígang hjá ríkissáttasemjara en ennþá ber mikið á milli.   Í næstu viku verður enn fundað og þá fara línur vonandi að skýrast betur og kemur í ljós hvort aðilar geta nálgast á þann hátt að við sé unað.   Í samninganefnd FÍL sitja; Birna Hafstein, Esther Talía Casey, Hilmar Guðjónsson, Hrafnhildur Theodórsdóttir, Ingvar Sverrisson, Jóhann Sigurðarson, Stefán Aðalsteinsson og Valur Freyr Einarsson.