Umræðukvöld – Sviðslistamaðurinn sem rannsakandi!

Mánudaginn 23.febrúar kl.20 verður haldið fyrsta umræðukvöld af þremur um sviðslistamanninn sem rannsakanda þar sem sjónum verður beint að þeim sem standa á sviðinu eða leikaranum/dansararnum/söngvaranum/flytjandanum.

Umræðurnar fara fram í Hráa sal sviðslistadeildar LHÍ við Sövhólsgötu kl.20:00 - 22:30.

Umræðukvöldin eru samtarf sviðslistadeildar LHÍ og fagfélaga sviðslista og eru hugsuð sem innlegg í umræðuna um listrannsóknir og rannsóknartengt nám í listum en innan skamms mun LHÍ hefja meistaranám í sviðslistum.

Hugmyndin er að skoða rannsókninni af gólfinu og ræða rannsóknir útfrá mismunandi greinum innan sviðslistanna. Fyrst verður sjónum beint að þeim sem standa á sviðinu; flytjandann, leikarann, dansarann, söngvarann.

Til að ræða rannsóknir flytjandans koma þær Ásgerður Gunnarsdóttir, sviðslistakona og listrænn stjórnandi RDF, Ásgerður Júníusdóttir söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona og leikstjóri og Margrét Bjarnadóttir dansari og danshöfundur en umræðustjóri verður Rúnar Guðbrandsson.

Þau munu velta fyrir sér spurningunum á borð við: Getur flytjandinn gert rannsókn uppá eigin spýtur? Hvað og hvernig rannsakar leikarinn/fdansarinn?  Hvernig getur söngvarinn/dansarinn/leikarinn stundað rannsóknir í hefðbundnum verkefnum? Hvernig eru niðurstöður birtar?

Fyrri hluta kvölds verða umræðurnar í formi "SPEKINGAR SPJALLA" þar sem pallborðið ræðir saman undir stjórn umræðustjóra en síðari hluti kvölds verða umræðurnar fluttar yfir í salinn.