Til hamingju danshöfundar og íslenskur dansheimur!
júní 24, 2021
Í dag var skrifað undir stofnanasamning milli Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks og Íslenska dansflokksins en þann 10. júní sl. hafði FÍL skrifað undir kjarasamning fyrir danshöfunda hjá ÍD við ríkið.
Stofnanasamningur þessi og kjarasamningurinn sem hann tengist eru fyrstu danshöfundasamningar sem gerðir er á Íslandi og er árangur margra ára baráttu FÍL og ÍD. Með samningunum standa danshöfundar loksins janfætis öðrum listrænum stjórnendum hjá opinberum sviðslistastofnunum hvað varðar laun og réttindi.
Samninganefndir vilja þakka öllum sem að verkefninu komu, sem og Mennta – og menningarmálaráherra fyrir veittan stuðning.
Samninginn undirrita f.h. ÍD Erna Ómarsdóttir, Hlynur Páll Pálsson og Jóhanna Jafetsdóttir og fyrir hönd FÍL Birna Hafstein, Hrafnhildur Theodórsdóttir og Katrín Gunnarsdóttir.
Ljósmynd: Einar Hrafn Stefánsson