Talsetningar – vinnuhópur

DubbFÍL hefur sett á laggirnar vinnuhóp sem skoðar og gerir tillögur að samningi eða gjaldskrá vegna talsetninga.   Þessi mál hafa verið í ólagi í langan tíma og það er óviðunandi að hafa ekki samning við amk stærstu aðilana á þessum markaði.   Hópurinn mun skoða hvaða laun eru í gangi á norðurlöndum og hvernig vinnunni er háttað - er samið út frá þáttum, tíma, orðafjölda eða hvert er viðmiðið.   Í hópnum eru   Ágústa Eva Erlendsdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Birna Hafstein, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson,  Orri Huginn Ágústsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þorsteinn Bachmann.   Ef þið hafið skoðun á málinu eða hugmynd sem þið viljið koma á framfæri þá endilega setjið ykkur í samband við einhverja ofantalda eða sendið okkur póst á fil@fil.is