Sviðslistamaðurinn sem rannsakandi

Mánudaginn 13.apríl kl. 20 verður haldið annað umræðukvöld af þremur um sviðslistamanninn sem rannsakanda þar sem sjónum verður beint listrænum stjórnendum eða að þeim sem sem stýra vinnunni á sviðinu þ.e. leikstjórum, danshöfundum og öðrum sviðshöfundum.

Umræðurnar fara fram í Hráa sal Sviðslistadeildar við Sölvhólsgötu

Umræðukvöldin eru samstarf sviðslistadeildar LHÍ og fagfélaga sviðslista og eru hugsuð sem innlegg í umræðuna um listrannsóknir og rannsóknartengt nám í listum en innan skamms mun LHÍ hefja meistaranám í sviðslistum.

Frummælendur að þessu sinni verða Ásrún Magnúsdóttir, danshöfundur, Friðgeir Einarsson sviðshöfundur, Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri og leikhússtjóri LA og Una Þorleifsdóttir leikstjóri og fagstjóri sviðshöfundabrautar en umræðustjóri verður Steinunn Knútsdóttir, sviðshöfundur og deildarforseti sviðslistadeildar LHÍ.

Þau munu velta fyrir sér spurningum á borð við: Hver er munurinn á listrannsókn og listsköpun? Hvernig stýrum við listrænu ferli? Hvar eru rannsóknarfæri í ferli sviðssetninga? Í hverju felst dýnamíkin í samstarfi flytjenda og listrænna stjórnenda? Er rými fyrir listrannsóknir í leikhúsunum? Fyrir hvern er listrannsókn gerð?

Allir velkomnir - fb viðburður - https://www.facebook.com/events/925906934155844/