Spennandi Málþing um sviðslistir

Kæru félagar í sviðslistum
Spennið beltin og lesið áfram...
Norræna leikararáðið fagnar 80 ára afmæli og af því tilefni heldur Félag íslenskra leikara málþing
í samvinnu við Sviðslistasamband Íslands, Þjóðleikhúsið og Norræna leikararáðið fimmtudaginn 2.júní.

Efnistökin verða:
Leikhús og sviðslistir í dag og inní framtíðina - Theatre/Performing arts in society today and into the future

Málþingið stendur yfir frá kl. 16.00-18.00 og verður haldið í Þjóðleikhúskjallaranum.
Vigdís Jakobsdóttir stýrir pallborðsumræðum en þar sitja fulltrúar fag- og stéttarfélaga sviðslistafólks frá öllum norðurlöndunum.

Heiðursgestir samkomunar eru:
Frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi Norræna leikararáðsins
og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra en þau munu bæði ávarpa málþingið.

Ari Eldjárn sér svo um að loka umræðunum af sinni alkunnu snilld og boðið verður upp á fljótandi gleði til kl. 19.00
Þetta er frábært tækifæri til að fá innsýn í stöðu kollega okkar á norðurlöndunum og vettvangur til að spyrja að öllu því sem okkur langar að vita!