Samþykkt kjarasamninga FÍL og ríkisins vegna listamanna hjá Íslenska dansflokknum
Samþykkt kjarasamninga FÍL og ríkisins vegna listamanna hjá Íslenska dansflokknum
Kjarasamningur FÍL og ríkisins vegna leikmynda- og búningahöfunda hjá Íslenska dansflokknum hefur verið samþykktur í rafrænni atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Um er að ræða fyrsta kjarasamning sinnar tegundar sem gerður er vegna vinnu leikmynda- og búningahöfunda hjá Íslenska dansflokknum. Atkvæðagreiðslan fór fram undir stjórn lögmanns BHM og var samningurinn samþykktur einróma.
Jafnframt hefur kjarasamningur danshöfunda hjá Íslenska dansflokknum verið samþykktur með sama hætti.
FÍL lítur á samþykkt samninganna sem stórt og mikilvægt skref í átt að bættum starfskjörum og auknu faglegu starfsumhverfi fyrir sjálfstætt starfandi sviðslistafólk. Það er yfirlýst markmið félagsins að allir listamannahópar innan FÍL njóti kjarasamninga við sviðslistastofnanir. Nú eru eingöngu danshöfundar starfandi hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Leikfélagi Akureyrar án slíkra samninga. Mikilvægt er að ljúka þeirri samningagerð, sem vonast er til að takist í góðri samvinnu við stjórnendur viðkomandi sviðslistastofnana.
Mynd úr verkinu No tomorrow, ljósmyndari Jónatan Grétarsson