Nýr samningur við MAk

Í dag, undirrituðu Birna Hafstein, formaður FÍL og Gunnar I. Gunnsteinsson framkvæmdastjóri MAk fyrsta kjarasamninginn á milli FÍL og Menningarfélags Akureyrar og fjallar hann um kjör leikara við leiklistarsvið MAk.

Samningurinn er um margt líkur samningi leikara hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu þó með nokkrum sérákvæðum sem snúa að sérstöðu starfsins fyrir norðan.

Gildistími er frá undirskrift til 31. október 2016 og má sjá samninginn hér; http://fil.wpengine.com/samningar/la-leikarar/