Norrænn fundur í Reykjavík

Dagana 1. og 2. júní var haldinn fundur hjá norrænum stéttar - og fagfélögum sviðslista.   Norræna leikararáðið fundar að jafnaði tvisvar sinnum á ári og var komið að FÍL að halda fundinn.   Til umræðu var staða varðandi kvikmynda - og sjónvarpssamninga á norðurlöndum, rætt var um mismunandi lagasetningar vegna höfunda og flytjendaréttar, döbb, staða félaganna í samfélaginu og virkni félagsmanna í starfinu.

Eins og ávallt eru þessir fundir áhugaverðir og gefa okkur hér á Íslandi góða sýn á hvað hin norrænu félögin eru að vinna við, það er okkur mikilvægt að vita hvað hefur gefist vel í þeirra starfi og hvað ekki, við fáum mikla aðstoð frá þeim og ótal hugmyndir.    Norræna leikararáðið hefur starfað í 80 ár og eflist með ári hverju.  Áfram norrænt samstarf!