Listamannadvöl í Hveragerði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir listamannadvöl í Varmahlíðarhúsinu í Hveragerði fyrir árið 2024. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2023 en veitt er dvöl í 2-4 vikur í senn. Dvölin er gjaldfrjáls fyrir þá listamenn sem fá úthlutun en óskað er eftir því að þeir kynni listgrein sína í samfélaginu. 

Nánari upplýsingar eru á vef Hveragerðisbæjar: https://www.hveragerdi.is/is/stjornkerfi/utgefid-efni/frettir/listamannahusid-varmahlid-opid-fyrir-umsoknir/2

Og á Facebook síðu bæjarins: https://www.facebook.com/hveragerdisbaer

Við værum þakklát ef þið mynduð deila upplýsingunum til félagsmanna ykkar í FÍL.

Með góðri kveðju,

Sigríður Hjálmarsdóttir