Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2019

 

Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða starfssamninga til tveggja ára

 Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 1. október 2018.

Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum umsóknarkerfi Rannís .

Einungis er tekið við rafrænum fylgigögnum með umsókn.

Athugið að umsókn um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna ef umsækjandi merkir við þar til gerðan reit í umsóknarformi.

Samkvæmt leiklistarlögum nr. 138/1998 skilar leiklistarráð tillögu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úthlutun fjár til stuðnings atvinnuleikhópum.