Ketill Larsen er látinn

Ketill Lar­sen fjöll­istamaður er lát­inn 84 ára að aldri.

Ketill starfaði með Leik­flokki Litla sviðsins í Þjóðleik­hús­inu 1967-1968 og Leiksmiðjunni 1968-1969. Þá lék hann ýmis hlut­verk í Þjóðleik­hús­inu frá 1969. Hann var meðal ann­ars einn leik­enda hinn­ar frægu Inúk-sýn­ing­ar sem sýnd var í nítj­án þjóðlönd­um á ár­un­um 1974-1978.

Ketill fékkst auk leik­list­ar mikið við mynd­list og hélt ótal einka­sýn­ing­ar í Reykja­vík og Kaup­manna­höfn.

Hann var félagsmaður í FÍL frá árinu 1972 og sendir stjórn félagsins ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur.