Gunnar Eyjólfsson látinn

Í gær lést Gunnar Eyjólfsson leikari, 90 ára að aldri.    Gunnar var félagsmaður í FÍL frá árinu 1951 og einn af heiðursfélögum okkar.

Ekki þarf að fjölyrða um afrek Gunnars á leiksviðinu, þau eru landskunn og fáir leikarar ástsælli meðal þjóðarinnar en hann.

Við kveðjum hinn mikla leikara og sögumann með virktum og þökkum honum gjöfula samfylgd.

Fjölskyldu Gunnars Eyjólfssonar sendum við innilegar samúðarkveðjur