Guðrún Þ. Stephensen er látin

Guðrún Þ. Stehensen leikkona er látin 87 ára að aldri.

Guðrún var fædd árið 1931 og útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1954.  Hún átti farsælan og glæsilegan feril sem leikkona bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu.   Guðrún sat í Þjóðleikhúsráði og lék einnig fjölda hlutverka í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum

Stjórn FÍL sendir eftirlifandi eiginmanni og öðrum ástvinum Guðrúnar innilegar samúðarkveðjur og þakkar fyrir samfylgdina.