Gríman 2019 – tilnefningarhátíð miðvikudaginn 5. júní

Á morgun, miðvikudaginn 5. júní, verða tilnefningar til Grímuverðlauna kunngerðar.

Tilnefningarhátíðin verður að þessu sinni í Tjarnarbíó og hefst kl. 17.00

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson mun afhenda tilnefningar.

Allir eru hjartanlega velkomnir í Tjarnarbíó á morgun og ekki þörf á að panta miða.

Grímuhátíðin sjálf verður haldin í Þjóðleikhúsinu þann 12. júní nk. og verður í beinni útsendingu á RÚV

Miðasala Þjóðleikhússins sér um pantanir og afgreiðslu miða - síminn er 551-1200