Gísli Alfreðsson 24.01 1933 – 31.07 2021

ágúst 12, 2021

Í dag er borinn til grafar heiðursfélagi í FÍL, Gísli Alfreðsson.

Gísli Alfreðsson átti langan og farsælan feril.  Hann menntaði sig í listinni í Leik­list­ar­skóla Kammer­spieleleik­húss­ins í München og starfaði í Þýskalandi í eitt ár að námi loknu.   Hann lék sitt fyrsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu árið 1962 og áður en yfir lauk voru hlutverk hans í Þjóðleikhúsinu um 90 talsins auk þess leikstýrði hann bæði í Þjóðleikhúsinu og víðar.    Gísli lék einnig í sjónvarps – og kvikmyndum og í útvarpsleikhúsinu og einnig þýddi hann á annan tug leikrita.

Gísli var Þjóðleikhússtjóri á árunum 1983 – 1991.   Árið 1992 tók hann við starfi skólastjóra Leiklistarskóla Íslands og gengdi því fram til 67 ára aldurs eða til ársins 2000.

Fyrir Félag íslenskra leikara starfaði hann árum saman af eldmóði og einstakri ósérhlífni, hann var ritari stjórnar frá 1967 – 1975 og eftir það formaður félagsins á árunum 1975 til 1983 eða þar til hann tók við starfi Þjóðleikhússtjóra.   Á þessari upptalningu má sjá að Gísli var atorkusamur og kom við marga fleti sviðslistanna sem leikari, leikstjóri, þýðandi, leikhússtjóri, skólastjóri og forsvarsmaður stéttarbaráttu félagsmanna FÍL.

Við minnumst hans með virðingu og þökkum fyrir hans óeigingjarna framlag til launa og réttindabaráttu sviðslistafólks á Íslandi og einstaklega ánægjulega samfylgd í áratugi.

Stjórn Félags íslenskra leikara sendir eftirlifandi eiginkonu Guðnýju Árdal, börnum og öðrum fjölskyldumeðlimum og ástvinum innilegar samúðarkveðjur

Blessuð sé minning Gísla Alfreðssonar