Fundur fólksins

Á fundi fólksins rætist áralangur draumur okkar margra sem fylgst hafa með svipuðum hátíðum á Norðurlöndunum þar sem óformleg stemning ríkir og stjórmálamönnum gefst tækifæri til að ræða milliðalaust við fólkið í landinu.

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.

Dagskránna má sjá í heild sinni hér; http://nordichouse.is/is/event/fundur-folksins/ og einnig á facebook síðu Fundur fólksins  https://www.facebook.com/events/1120956801252937/