Fundarboð – Framhaldsaðalfundur

Hér með er boðað til framhaldsaðalfundar FÍL – þriðjudaginn 23. nóvember 2021 kl. 17.00

Fundarstaður verður tilkynntur síðar ( verður í samræmi við sóttvarnarreglur á þeim tíma)

Dagskrá fundarins:

  1. Lagabreyting - Breyting á nafni félagsins

Síðasta vor var haldinn aðalfundur fyrir árið 2021 þar sem hefðbundin aðalfundarstörf voru afgreidd.

Á þeim fundi og í útsendu fundarboði var kynnt fyrir félagsmönnum sú hugmynd að breyta nafni félagsins þannig að það gefi gleggri mynd af starfseminni og félagsmönnum.

Ein nafnatilllaga hafði borist í þessa veru og var hún lögð fram og óskað eftir fleiri hugmyndum.   Engar hugmyndir bárust til okkar og því er tillaga stjórnar FÍL þessi:

Að nafni félagins verði breytt úr Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks í

Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum

Áfram yrði félagið auðkennt með skammstöfunni FÍL og næði nafnabreytingin til allra liða í lögum félagsins þar sem nafn þess er tilgreint. 

 2. Kosning í stjórn 4. deildar FÍL

Á aðalfundi var rætt um hversu erfitt væri að fá fólk til að taka að sér að leiða starf 4. deildar FÍL sem eru sjálfstætt starfandi sviðslistafólk og ákveðið að fresta kosningu í stjórn deildarinnar til framhaldsaðalfundar.   Áhugasamir eru hvattir til að gefa kost á sér, gjarnan má láta vita með tilkynningu til fil@fil.is en einnig má bjóða sig fram á fundinum sjálfum. 

3. Önnur mál

Hlökkum til að sjá ykkur!

Með góðri kveðju f.h. stjórnar Birna og Hrafnhildur