Frá aðalfundi FÍL

Mánudaginn 7. janúar var haldinn aðalfundur FÍL og verður fundargerðin send út til félagsmanna í næstu viku.

Helstu niðurstöður fundarins eru þær að úr stjórn gengu Erling Jóhannesson fv. varafomaður og Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem gengdi stöðu gjaldkera.   Í þeirra stað voru kjörin til næstu þriggja ára, varafomaður Katrín Gunnarsdóttir og gjaldkeri Hjörtur Jóhann Jónsson.   Hallgrímur Ólafsson baðst undan starfi varamanns stjórnar og í hans stað kemur Ólafía Hrönn Jónsdóttir, kjörin til eins árs.    Fráfarandi stjórnarmönnum voru þökkuð góð störf og nýjir boðnir velkomnir.

Tillaga stjórnar FÍL um að breyta nafni félagsins var samþykkt og heitir félagið nú "Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks"  Skammstöfun félagsins FÍL verður óbreytt.

Nokkrar ályktanir voru samþykktar og verða þær sendar út í vikunni.   Annars voru líflegar umræður á fundinum og mæting ágæt.