FÍL fær nýtt nafn!

Félag íslenskra leikara  - FÍL, var stofnað þann 22. september 1941 og átti því 80 ára afmæli á liðnu hausti.   Stofnendur voru 16 leikarar og fyrsti formaður félagins var kjörinn Þorsteinn Ö. Stephensen.    

Á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun hefur starfsemi félagasins vaxið og fjöldi félagsmanna aukist mjög, telur nú yfir 500 manns.   FÍL er nú félag leikara, dansara, söngvara, danshöfunda, leikmynda – og búningahöfunda og listnema í sviðslistum.

Það þótti því tímabært að breyta nafni félagsins þannig að það væri lýsandi fyrir starfsemina og þá félagsmenn sem í því eru.

Nýtt nafn félagins sem samþykkt var á framhaldsaðalfundi mánudaginn 13. desember 2021 er:

Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum

Áfram munum við nota stutta nafnið FÍL og þeir listamenn sem falla undir okkar regnhlíf og eru ekki enn félagar eru boðnir hjartanlega velkomnir í félagið og bent á að hafa samband við okkur með tölvupósti á fil@fil.is