Covid og atvinnuleysisbætur

Vegna Covid19

Upplýsingar um atvinnuleysisbætur og aðgerðir

 

Kæru félagsmenn

Í síðustu viku sendum við erindi til félags-og barnamálaráðherra og mennta – og menningarmálaráðherra og óskuðum eftir fundi vegna samkomubanns og áhrif þess á starf og fjárhagslega afkomu sjálfstætt starfandi listamanna, sjá hér; http://fil.wpengine.com/frettir/1521/

Við erum í góðu samtali við MMR og höfum sent þeim punkta og hugmyndir að sértækum aðgerðum ss hugmyndir frá SL og aðgerðir stjórnvalda á norðurlöndum v. sjálfstætt starfndi svo eitthvað sé nefnt.  Fundur hefur ekki verið haldinn.

Aðgerðir hins opinbera og frumvarp um breytingar á lögum um atvinnuleysisbætur ættu að gagnast mörgum sjálfstætt starfandi listamönnum en það bætir ekki upp þann tekjumissi sem þegar er orðinn.   Við sendum einnig ákall til BHM um að bandalagið stæði vörð um réttindi sjálfstætt starfandi listamanna í samtali bandalagsins við stjórnvöld.   Við höfum fengið góðan stuðning frá BHM og þau sannarlega gripið þennan bolta með okkur svo athygli stjórnvalda á alvarlegum áhrifum ástandsins á hag sjálfstætt starfandi ekki síst í lista- og menningargeiranum er til staðar og við munum áfram halda okkar áherslumálum á lofti við stjórnvöld.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kallað saman samráðshóp lykilaðila í menningarmálum um land allt til þess að vinna að því að halda uppi starfsemi listastofnana

við þær aðstæður sem skapast hafa. Hlutverk hópsins er að afla upplýsinga og tryggja samráð og samstarf þeirra á milli. Samráðshópurinn er skipaður forstöðumönnum listastofnana og safna, miðstöðvum lista, landshlutasamtökum sveitarfélaga o.fl.  Birna situr í þessum hópi sem forseti SSÍ og einnig forseti BÍL, Erling Jóhannesson.

Varðandi möguleika sjálfstætt starfandi listamanna á að sækja um atvinnuleysisbætur, þá byggist rétturinn til þeirra á því að viðkomandi hafi skilað sköttum og öðrum greiðslum af reiknuðu endurgjaldi með reglubundnum hætti.   Frumvarpið verður ekki afgreitt fyrr en á morgun og við höfum komið á framfæri við velferðarnefnd alþingis ýmsum leiðum til að meta bótarétt hjá sjálfstæða geiranum.

Hvað varðar „hlutabætur“, þá þýðir það að hægt verði að njóta atvinnuleysisbóta þó ekki falli allar tekjur niður. Fullnægjandi verður að tilkynna um verulegan samdrátt á rekstri, í stað þess að hætta rekstri. Tilkynningar um verulegan samdrátt í rekstri þurfa að berast Ríkisskattstjóra á eyðublaði RSK 5.02 https://www.rsk.is/media/rsk05/rsk_0502.is.pdf.

Dæmi um hlutabætur gæti verið eftirfarandi: X starfar sem leiklistarkennari og einnig sem listamaður hjá sjálfstæðum hópi. Laun fyrir kennslu gætu verið 50% (launþegi) og 50% tekna

gætu verið sem sjálfstæður listamaður (verktaki). Við aðstæður eins og núna fellur verktakavinnan niður  að miklu eða öllu leyti. X ætti þá að vera heimilt að sækja um atvinnuleysisbætur vegna   tekjumissisins í verktakavinnunni.

Spurningar:

  • Hverjir geta sótt um? – Þeir sem eru verktakar að öllu leyti eða að hluta.
  • Hvað fæ ég? - Til grundvallar bótum liggur sú upphæð sem umsækjandi hefur gefið

upp sem reiknað endurgjald mánaðarlega sl. 12 mánuði. Gögn um tekjurnar þarf

alltaf að hafa á reiðum höndum við umsókn. Vinnumálastofnun aflar upplýsinga

beint úr staðgreiðsluskrá RSK.

  • Hvað ef ég hef einhverja vinnu? - Hafi viðkomandi tekjur einhverja daga reiknast viðkomandi dagar utan atvinnuleysisbótanna og þarf að tilkynna um þá vinnu í gegnum “Mínar síður” Vinnumálastofnunnar.
  • Hvað ef ég er með félag um rekstur minn? - Þeir sem eru með rekstur sinn í

einkahlutafélagi (ehf) eða samlagsfélagi (slf) þurfa að skrá sig tímabundið af

launþegaskrá til að geta sótt um atvinnuleysisbætur.

  • Hvenær fæ ég bæturnar? - Afgreiðslutími umsóknar getur verið milli 4-6 vikur en

greiðsla er tryggð ef viðkomandi hefur áskilin réttindi

 

Rétt er að ítreka mikilvægi þess að sækja strax um bætur, því hver dagur telur.

Ef dagurinn í dag er ekki með í talningunni eru ekki greiddar bætur fyrir hann!

 

Allar frekari upplýsingar fást síðan hjá Vinnumálastofnun:

Hér er sótt um: https://www.vinnumalastofnun.is/umsoknir/atvinnuleysisbaetur

 

Ítarefni og nánari skýringar er að finna á þessari slóð, skoðið sérstaklega glærur 27 og 28:

https://www.vinnumalastofnun.is/atvinnuleitandi/rettindi-og-skyldur/hvad-tharftu-ad-vita

 

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar (54/2006) og lögum um

Ábyrgðasjóð launa (88/2003) (minnkað starfshlutfall)

https://www.althingi.is/altext/150/s/1128.html

 

Við bendum ykkur á að hafa samband ef eitthvað er, hvort sem það snýr að málum sem upp koma vegna Covid19 eða öðru.  Við erum í vinnunni og til staðar.

Með kærri kveðju

Birna sími 6993201 birna@fil.is

Hrafnhildur 8637260 fil@fil.is

Skrifstofusíminn; 5526040

 

PS - Við óskuðum eftir áherslupunktum og hugmyndum frá SL til að taka upp í samtali við mennta – og menningarmálaráðherra og velferðarnefnd alþingis.

Ykkur til upplýsingar fylgja þeir hér með – sjá hér fyrir neðan.

Við tökum gjarnan við hugmyndum eða ábendingum frá ykkur bæði hvað varðar samtal okkar við opinbera aðila eða annað sem félagið gæti gert í þessum aðstæðum.

Punktar frá fundi stjórna SL og MTB, þriðjudag 17. mars kl 9 í Tjarnarbíó.

 

Tap vegna veirunnar:

 

*Sjálfstætt starfandi sviðslistamenn verða fyrir augljósu tapi af sýningum og viðburðum sem þarf að aflýsa vegna samkomubanns. Til viðbótar við það hefur fólk orðið af tekjum í aðdraganda banns. Auk þess munu eftirköst af banninu hafa ófyrirséðar afleiðingar sem munu vara í einhvern tíma eftir að á banninu verður slakað eða því aflétt.

 

*Þannig verða sjálfstætt starfandi listamenn fyrir tekjutapi sem ómögulegt er að ákvarða vegna t.a.m. miða sem aldrei voru keyptir og bókana sem aldrei verða, en hefðu við eðlilegar kringumstæður komið til.

*Þá standa sjálfstætt starfandi listamenn frammi fyrir tekjumissi vegna fleiri hluta en beinu tapi af sýningum sem falla niður. Við það bætist t.d. kennsla, viðburðastjórnun o.fl.

 

*Alger óvissa er um það hversu lengi áhrif veirunnar munu hafa heftandi/lamandi áhrif á tekjustreymi sjálfstætt starfandi listamanna. Enda má leiða líkur að því að fólk muni vera ragt við að sækja fjöldaviðburði í einhvern tíma eftir að samkomubanni verður aflétt.

 

*Sjálfstætt starfandi listafólk er upp til hópa verktakar, ekki endilega af því að það velur það sjálft, heldur vegna þess að verkkaupar setja það í þá stöðu, þ.m.t. ríkið í gegnum listamannalaun. Þetta hefur staðið sjálfstætt starfandi listafólki fyrir þrifum lengi þegar kemur að hlutum á borð við fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur, lánshæfi o.fl. Það er því mjög slæmt ef kerfið sem á að grípa fólk getur ekki gert það vegna þessa. Óskandi er að þessir hlutir verði teknir upp og endurhugsaðir til framtíðar, en nauðsynlegt er að gera ráð fyrir því að þessum hópi verði tryggðar atvinnuleysisbætur eða aðrar leiðir fundnar til að fleyta þessum hópi í gegnum þessa erfiðu tíma.

 

Hugsanlegar leiðir til að bæta upp tap eða tryggja fólki tekjur:

*Atvinnuleysisbætur og/eða borgaralaun. Sértaklega þarf að athuga að fólk sem telur fram árlega, frekar en að skila reglubundið greiðslum mánaðarlega, hafi rétt á bótum og að þær verði ekki ákvarðaðar af mánaðarlegu framtali síðustu mánuði heldur t.a.m. tekjum á ársbasis m.v. síðasta tekjuár.

*Ein leið væri að koma á fót sjóði til að bæta fólki upp tap vegna viðburða sem féllu niður vegna samkomubanns og/eða almennrar hræðslu vegna veirunnar. Í því samhengi er nauðsynlegt að horfa til þess að tap varð á viðburðum vikurnar fyrir samkomubann vegna vaxandi ótta almennings við að sækja fjölmenna viðburði, þ.e. umtalsvert færri miðar seldust heldur en hefðu gerst við eðlilegar aðstæður. Þá má gera ráð fyrir að tekjur verði jafnframt minni en ella eftir að samkomubanni verður aflétt og það muni taka einhvern tíma fyrir fólk að treysta og þora að mæta aftur á fjöldaviðburði, með tilheyrandi tekjumissi listamannanna.

*Önnur leið væri sú að ríki og sveitarfélög opni aftur fyrir umsóknir í menningarsjóði (þ.e. listamannalaun, leiklistarráð, menningarstyrki sveitarfélaga o.þ.h.). Þetta myndi skapa tekjur fyrir listafólk til að vinna að nýjum verkefnum, í stað þess að reyna að bæta upp tap vegna verkefna sem falla niður.

*Meðan á samkomubanni stendur er hugsanlegt að streyma viðburðum og hafa einhverjir brugðið á það ráð nú þegar. Þessi leið er vandkvæðum bundin fyrir sjálfstætt starfandi og einyrkja. Sem dæmi má nefna að það þarf hýsingu og miðla til að streyma efninu auk þess sem ekki er augljóst hvaða tekjstreymi getur verið af því til listamannsins.