Berlínarhátíð og Northern Lights

Kvikmyndahátíðin í Berlín verður nú haldin í 65. sinn dagana 05. - 15. febrúar nk.

Í tengslum við hátíðina sjálfa verður sérstakur fókus á norræna leikara vegna verkefnisins Northern Lights sem stofnað var til af norðmönnum sem sérstakt kynningarverkefni fyrir leikara.   Tveir íslenskrir leikarar voru valdir til þátttöku, þau Þóra Karitas Árnadóttir og Jóhann G. Jóhannsson.

Íslenska kvikmyndin Fúsi verður heimsfrumsýnd á hátíðinni og mun taka þátt í Berlinale Special Gala hluta hátíðarinnar, sem samanstendur af myndum sem eru sérstaklega valdar af Dieter Kosslick hátíðarstjóra.

Aðstandendur Stockfish European Film Festival in Reykjavík munu einnig nýta tækifærið og kynna þessa nýju kvikmyndahátíð fyrir gestum Berlinarfestivalsins.

Nánari upplýsingar;

http://www.skuespillersenter.no/northern-lights/

https://www.berlinale.de/en/HomePage.html

http://stockfishfestival.is/