Árni Tryggvason 19. 01. 1924 – 13.04. 2023

Í dag verður jarðsettur frá Bústaðakirkju hinn ástsæli leikari, Árni Tryggvason.

Hann lauk prófi í leiklist í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar árið 1948 og var um árabil var í hópi fremstu leikara landsins.

Árni var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur á árunum 1947 til 1961 og við Þjóðleikhúsið 1961 til 1991. Eftir það lék hann til dæmis í hinum ýmsu sýningum í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Loftkastalanum.

Hann lék einnig í fjölmörgum sjónvarps – og kvikmyndaverkefnum og gaf út tvær hljómplötur.

Árni var félagsmaður í FÍL frá árinu 1952 og fékk heiðursverðlaun Grímunnar árið 2010 fyrir framúrskarandi ævistarf.

Stjórn FÍL kveður góðan félaga og sendir fjölskyldu og ástvinum Árna innilegar samúðarkveðjur