Andlát; Stefán Karl Stefánsson

Stefán Karl Stefánsson leikari lést þann 21. ágúst eftir tveggja ára glímu við illvígt krabbamein.

Á Twitter skrifaði Stefán Karl;

„Tím­inn er það dýr­mæt­asta í líf­inu því hann kem­ur aldrei aft­ur og hvort sem að maður eyðir hon­um í örm­um ást­vina eða í fang­elsis­klefa, þá er lífið það sem að maður nýt­ir tím­ann í. Látið ykk­ur dreyma stóra drauma.“

Með sorg í hjarta kveðjum við ungan og hæfileikaríkan  listamann og sendum Steinunni Ólínu, fjölskyldu hans og fjölmörgum ástvinum innilegar samúðarkveðjur.

Stjórn Félags íslenskra leikara