Andlát; Björn Karlsson leikari

Vinur okkar og félagi Björn Karlsson lést á líknardeild LHS föstudaginn 20. október sl.  Hann var fæddur þann 23. janúar 1950 og félagsmaður í FÍL frá árinu 1980.   Horfinn er nú, eftir langvinn og erfið veikindi, einstakur öðlingur og við færum aðstandendum hans og vinum innilegar samúðarkveðjur

Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 1. nóvember kl. 11:00