Aðalfundur FÍL – áminning

Minnum á aðalfund FÍL í Tjarnarbíói þriðjudaginn 8. júní kl. 17.00

Svohljóðandi fundarboð var sent út með tölvupósti þann 28. maí sl.

AÐALFUNDUR FÉLAGS ÍSLENSKRA LEIKARA OG SVIÐSLISTAFÓLKS 
8.JÚNI 2021 kl. 17.00 í TJARNARBÍÓDagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar; Birna Hafstein, formaður FÍL flytur skýrslu stjórnar
  2. Skýrslur deilda; Formenn deilda gera stuttlega grein fyrir starfsemi og áhersluatriðum.
  3. Reikningar félagsins. Hjörtur J. Jónsson gjaldkeri FÍL kynnir reikninga. Þorkell Guðjónsson eigandi Virtus verður gestur fundarins en Virtus færir bókhald og setur upp ársreikninginn.
  4. Kosning til stjórnar:  Samkvæmt lögum FÍL á að kjósa á þessum aðalfundi í embætti varaformanns og gjaldkera til næstu þriggja ára.  Ritara og meðstjórnanda til næstu tveggja ára.

Kjörnefnd FÍL skipa Edda Þórarinsdóttir, Erling Jóhannesson og Þórunn Lárusdóttir og er tillaga þeirra;
Varaformaður til næstu 3 ára: Katrín Gunnarsdóttir dansari og danshöfundur
Gjaldkeri til næstu 3 ára: Hjörtur Jóhann Jónsson leikari
Ritari til næstu 2 ára: Eva Signý Berger leikmynda – og búningahöfundur
Meðstjórnandi til næstu 2 ára: Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari

Skv. 35 gr laga FÍL; Hyggist félagsmaður bjóða sig fram til stjórnar eða varastjórnar, skal hann tilkynna það skriflega til skrifstofu félagsins að minnsta kosti tveimur virkum dögum fyrir aðalfundinn.

5. Önnur mál