Aðalfundur FÍL – áminning
Minnum á aðalfund FÍL í Tjarnarbíói þriðjudaginn 8. júní kl. 17.00
Svohljóðandi fundarboð var sent út með tölvupósti þann 28. maí sl.
AÐALFUNDUR FÉLAGS ÍSLENSKRA LEIKARA OG SVIÐSLISTAFÓLKS
8.JÚNI 2021 kl. 17.00 í TJARNARBÍÓDagskrá:
- Skýrsla stjórnar; Birna Hafstein, formaður FÍL flytur skýrslu stjórnar
- Skýrslur deilda; Formenn deilda gera stuttlega grein fyrir starfsemi og áhersluatriðum.
- Reikningar félagsins. Hjörtur J. Jónsson gjaldkeri FÍL kynnir reikninga. Þorkell Guðjónsson eigandi Virtus verður gestur fundarins en Virtus færir bókhald og setur upp ársreikninginn.
- Kosning til stjórnar: Samkvæmt lögum FÍL á að kjósa á þessum aðalfundi í embætti varaformanns og gjaldkera til næstu þriggja ára. Ritara og meðstjórnanda til næstu tveggja ára.
Kjörnefnd FÍL skipa Edda Þórarinsdóttir, Erling Jóhannesson og Þórunn Lárusdóttir og er tillaga þeirra;
Varaformaður til næstu 3 ára: Katrín Gunnarsdóttir dansari og danshöfundur
Gjaldkeri til næstu 3 ára: Hjörtur Jóhann Jónsson leikari
Ritari til næstu 2 ára: Eva Signý Berger leikmynda – og búningahöfundur
Meðstjórnandi til næstu 2 ára: Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari
Skv. 35 gr laga FÍL; Hyggist félagsmaður bjóða sig fram til stjórnar eða varastjórnar, skal hann tilkynna það skriflega til skrifstofu félagsins að minnsta kosti tveimur virkum dögum fyrir aðalfundinn.
5. Önnur mál