Aðalfundur FÍL 24. október í Tjarnarbíó

Ágætu félagsmenn

boðað hefur verið til aðalfundar FÍL þriðjudaginn 24. október kl. 17.30 í Tjarnarbíó.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf skv. 36. grein laga FÍL

Félagsgjöld:

Félagar eru minntir á að greiða gjaldfallin félagsgjöld sín fyrir aðalfund, því eins og segir í lögum FÍL, 33. grein eiga menn ekki rétt til fundarsetu fyrr en þeir hafa greitt eða samið um félagsgjöld.

Tillaga stjórnar FÍL um orlofshús – var send út á með fundarboði

Kosning til stjórnar:

Samkvæmt lögum FÍL á að kjósa á þessum aðalfundi í embætti ritara og meðstjórnanda til næstu þriggja ára.   Snorri Freyr Hilmasson ritari  og Þóra Karitas Árnadóttir meðstjórnandi gefa ekki kost á sér áfram.    Varaformaður, Hilmar Guðjónsson hefur beðist lausnar vegna anna og því er kosið í embætti hans til eins árs.

Kjörnefnd FÍL skipa þær Edda Þórarinsdóttir og Þórunn Lárusdóttir og er tillaga þeirra;

Varaformaður (1 ár); Erling Jóhannesson

Ritari (3 ár); Eva Signý Berger

Meðstjórnandi (3 ár); Oddur Júlíusson

ATH í 35 grein laga FÍL segir:

Hyggist félagsmaður bjóða sig fram til stjórnar eða varastjórnar, skal hann tilkynna það skriflega til skrifstofu félagsins að minnsta kosti tveimur virkum dögum fyrir aðalfundinn.

Að loknum aðalfundi fáum við gesti til okkar, frambjóðendur til Alþingis sem sitja í pallboði og ræða menningarmál og stefnu flokkanna varðandi menningu og listir.  Sá fundur hefst kl. 20.00 og verður honum streymt á netinu.  Umræðufundurinn verður opinn öllum og sérstaklega auglýstur innan félaga listamanna.  Á milli aðalfundar og menningarmálaumræðu gefst fundargestum færi á að kaupa sér súpu eða aðra hressingu í Tjarnarbíó.   Barinn verður svo opinn með góðum tilboðum!