Um félagið

Félag íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (The Icelandic Association for Artists in Performing Arts and Film) er stéttar – og fagfélag leikara, dansara, söngvara, danshöfunda, leikmynda-og búningahöfunda og listnema í sviðslistum og telur rúmlega 500 félaga.

FÍL er aðili að ýmsum samtökum listamanna s.s. Bandalagi íslenskra listamanna, Sviðslistasambandinu, Norræna leikararáðinu, FIA (Alþjóðleg leikarasamtök) BHM o.f.l.

Í stjórn félagsins sitja 5 einstaklingar, Birna Hafstein, formaður, Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður, Hjörtur J. Jónsson, gjaldkeri, Eva Signý Berger, ritari og Bjarni Thor Kristinsson, meðstjórnandi.   Varamenn eru; Halldóra Geirharðsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson.

Skrifstofa FÍL

Daglegur rekstur félagsins er í höndum formanns og framkvæmdastjóra
Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 09.00 - 15.00.  Á skrifstofunni færð þú upplýsingar um samninga, kaup og kjör, aðstoð við innheimtu o.fl.

Uppbygging FÍL

FÍL er skipt upp í 8 deildir sem hver hefur sína stjórn

Formenn deildanna ásamt stjórn FÍL skipa trúnaðarmannaráð sem fjallar um kjarasamninga og fleiri hagsmunamál félagsins.

1. deild Leikarar í Þjóðleikhúsinu

2. deild Leikarar hjá LR í Borgarleikhúsi

3. deild Leikarar hjá L.A. 

4. deild Sjálfstætt starfandi sviðslistafólk

5. deild Leikmynda-og búningahöfundar

6. deild Óperusöngvarar

7. deild Listdansarar og danshöfundar

8. deild Listnemar

Sækja um aðild

Markmið og starfsemi FÍL

Markmið FÍL er að vinna að bættum kjörum fyrir félagsmenn og sjá um að hagsmunum þeirra sé sem best borgið. FÍL gerir kjarasamninga við hin ýmsu félög og stofnanir s.s. Leikfélag Reykjavíkur, Leikfélag Akureyrar, Íslensku Óperuna, RÚV – Hljóðvarp og sjónvarp og Kvikmyndaframleiðendur. FÍL kemur einnig að samningagerð leikara við Þjóðleikhúsið. Í tilfellum þar sem enginn kjarasamningur er til, þá hefur FÍL útbúið lágmarksgjaldskrá sem félagsmenn eru hvattir til að fara eftir þar til samningar nást.

FÍL og BHM

Að verða FÍL félagi, félagsgjöld og aðild að BHM

Til að verða félagi í FÍL:  Fyrst er að sækja um á formlegu umsóknareyðublaði, mynd, staðfesting á námi og/eða verkefnaskrá þarf að fylgja.  Athugið að þó viðkomandi greiði félagsgjöld vegna vinnu hjá atvinnuleikhúsum þarf samt að sækja um aðild. Óheimilt er að taka fólk inn í félagið nema það sækist eftir því sjálft og gjaldið sem er dregið af viðkomandi er þóknun til félagins fyrir að nýta samninga sem gerðir hafa verið fyrir félagsmenn.

Félagsaðild er gild þegar umsókn er staðfest og inntökugjald kr. 7.500.- er greitt

Ef viðkomandi starfar samkvæmt kjarasamningi félagsins er greitt 1% í félagsgjald.

Sjálfstætt starfandi greiða skv. flokki A – B eða C eins og útskýrt er á umsóknareyðublaði.

Félagsskírteini veitir rétt á frímiðum/aflsáttarmiðum á sýningar hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Íslenska dansflokknum, Leikfélagi Akureyrar og Íslensku Óperunni, auk hina ýmsu sýninga hjá Sjálfstæðu leikhúsunum sem auglýsa tilboð sín sérstaklega.

Félagsgjöld sjálfstætt starfandi

Bandalag háskólamanna - Heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði

Sjálfstætt starfandi félagsmenn FÍL geta valið að eiga aðild að BHM - þeir greiða sjálfir aðildar - og sjóðagjöld í gegnum heimasíðu BHM https://www.bhm.is/kaup-og-kjor/fyrir-launagreidendur/

Bandalag háskólamanna var stofnað 23. október 1958. BHM er bandalag hagsmunatengdra félaga og/eða stéttarfélaga sem starfa að fag- og vinnumarkaðslegum málefnum félagsmanna sinna. Aðildarfélög BHM eru 27 með rúmlega 12.000 félagsmenn innan sinna raða.

Meðal verkefna BHM er að:

Upplýsingar um greiðslur launagreiðenda til BHM

Þarftu frekari upplýsingar?

Skrifstofa FÍL er í félagheimili listamanna að:
Lindargötu 6, 101 Reykjavík
Sími: 552-6040

Birna: birna@fil.is / GSM 699-3201
Hrafnhildur: fil@fil.is /  GSM 863-7260