View Profile

Björn Ingi Hilmarsson

  • 61 ára
  • Leikari

Björn Ingi útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1990, og hefur því starfað sem leikari í yfir 30 ár Hann vann sem lausráðinn leikari fyrstu 6 árin eftir útskrift í Þjóðleikhúsinu og lék þar m.a. Lofthrædda örninn hann Örvar í leikstjórn Peter Engkvist. Hann starfaði einnig sem lausráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar, í Borgarleikhúsinu og með fjölmörgum öðrum leikhópum. Árið 2006 var hann fastráðinn við Borgarleikhúsið og starfaði þar í 12 ár. Meðal verkefna hans í Borgarleikhúsinu á þessum tíma eru Sölumaður deyr, Sporvagninn Girnd, Beðið eftir Godot, Kysstu mig Kata, Fjandmaður fólksins, Feður og synir, Jesus Christ Superstar, Þrjár systur og Galdrakarlinn í Oz. Árið 2010 flutti Björn til Stokkhólms og starfaði þar sem leikari í 5 ár við Teater Pero sem er eitt af virtari barna og fjölskylduleikhúsum Svíþjóðar og lék þar yfir 500 sýningar á sænsku auk þess að starfa þar í sjónvarpi. 2016 hóf Björn störf við barna-og fræðsludeild Þjóðleikhússins, þar leikstýrði hann 5 sýningum m.a. “Lofthræddi örninn hann örvar”, “Ég get” og “Oddur og Siggi” sem báðar hlutu tilnefningu til Grímuverðlauna. Á þessum tíma lék hann einnig í fjölmörgum sýningum Þjóðleikhússins m.a. Ronju ræningjadóttur, Sjeikspír verður ástfanginn, Kafbátnum, ofl. Meðal verkefna sem Björn Ingi hefur leikstýrt eru: Ronja ræningjadóttir (Þjóðleikhúsinu Grænlandi), Frænka Charleys (leikf.Dalvíkur), Macbeth (leikf. M.H.), Stræti (leikf. Kvennaskólans) Stúdentaleikhúsinu, ofl. Á sínum rúmlega 30 ára ferli sem leikari hefur Björn Ingi að auki leikið í fjöldamörgum útvarpsleikritum sjónvarpsmyndum, og kvikmyndum. Þar á meðal eru: “Hvítur, hvítur dagur” - “Bræðrabylta - “Regína” - “Djúpið” - “Eiðurinn” - “Katla” - “Ófærð” - “Fangar” - “Hamarinn” - “Äkta människor” (Svt) “Afturelding” ofl.

Hlekkur fyrir showreel
https://youtu.be/y8Tp8ejemoY

VIMEO LINK FYRIR ÄKTA MÄNNISKOR
http://vimeo.com/album/2747482/video/93012877
Time code: 11.30-12.43

VIMEO LINK FYRIR HORNBACH AUGLÝSINGU
http://vimeo.com/76598398

Nánari upplýsingar

Hæð: 182 cmMenntun: Leiklistarskóli Íslands 1986-1990Hæfileikar: Tala sænsku mjög vel, vanur hestamaður, og mótorhjóla ökumaður