View Profile

Katrín Halldóra

  • 34 ára
  • Leikari & Söngvari

Katrín hóf störf við Þjóðleikhúsið vorið 2015 og lék í Ást og upplýsingum, Í hjarta Hróa Hattar, [um það bil], Djöflaeyjunni, Óþelló og Leitinni að jólunum, Sem á himni og í Hvað sem þið viljið.
Hún lék Elly í samstarfs uppfærslu Borgarleikhússins og Vesturports í 220 sýningar 2017-2019 og hlaut hún Grímuna sem söngvari ársins fyrir Elly. Hún hlaut einnig Menningarverðlaun DV fyrir sama hlutverk.
Í Borgarleikhúsinu lék hún einnig í Sýningunni sem Klikkar, Vanja frænda, Sex í sveit og Bæng.

Hún hefur leikið í ýmsum sjónvarpsþáttaröðum, m.a. Ófærð II, Áramótaskskaupum, Randalín og Mundi og fl. Hún er einn stofnandi og meðlimur Improv Íslands, hefur komið mikið fram með þeim og einnig starfað sem kennari á námskeiðum á þeirra vegum.

Katrín Halldóra starfar samhliða leiklistinni sem söngkona, hefur gefið út plötur og haldið fjölmarga tónleika, sungið og komið víða við á sviði tónlistarinnar.
Katrín Halldóra hefur hlotið fjölmargar tilnefningar til Grímunnar og hlaut hún ásamt handritshópi Áramótaskaupsins 2018 Edduna fyrir Skemmtiþátt ársins.

Nánari upplýsingar

Hæð: 173Menntun: B. a. Í leiklist af leikarabraut Listaháskóla Íslands, útskrift 2015. Söngnám frá Complete Vocal Institude í Kaupmannahöfn 2009 og stundaði söngnám á Jazz- og rokkbraut tónlistarskóla FÍH.Hæfileikar: Söngur, improv.

Umboðsskrifstofa

Móðurskipið

Linkar

Facebook