Aðgerðir FÍL vegna #metoo

Haust 2017

03.  nóvember Fulltrúar FÍL sitja fund hjá Norræna leikararráðinu þar sem ma #metoo er til umræðu.

  1. nóvember – Yfirlýsing frá Norræna leikararráðinu er birt á heimasíðu FÍL og send á fjölmiðla
  2. nóvember – Formaður FÍL fundar með ráðgjafafyrirtækinu Attentus. Formaður FÍL ráðfærir sig við Félags – og jafnréttismálaráðherra
  3. nóvember – Formaður FÍL fer á fund með Mennta – og menningarmálaráðherra til að fara yfir stöðuna.
  4. nóvember - FÍL kallar saman fund allra fagfélaga og stofnana í sviðslistum, kvikmynda - og sjónvarpsframleiðslu í Hörpu og sendir í kjölfarið út yfirlýsingu frá fundinum.
  5. nóvember - FÍL boðar til félagsfundar með ráðgjöfum mannauðsmála og meðferðaraðila í fíkn og ofbeldismálum.
  6. nóvember - FÍL skrifar bréf til Mennta - og menningarmálaráðherra / Félags - og jafnréttismálaráðherra
  7. nóvember - FÍL skrifar bréf til Mennta - og menningarmálaráðherra / Félags - og jafnréttismálaráðherra
  8. desember - FÍL býður félagsmönnum á fyrirlestur um ofbeldi „Hvar liggja mörkin“
  9. desember - FÍL kallar saman fund fagfélaga sem tengjast sviðslistum, kvikmynda og sjónvarpsframleiðslu.
  10. desember - FÍL skrifar bréf til Mennta og menningarmálaráðherra
  11. desember – FÍL sendir bréf til #metoo hópsins og fer yfir stöðuna á aðgerðum félagsins

 

Janúar 2018

  1. janúar – FÍL situr fund Vinnueftirlitsins og Velferðaráðuneytisins og undirritar viljayfirlýsingu um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

 

FÍL fær styrk frá Mennta – og menningarmálaráðuneyti til að gera úttekt á stöðunni innan sviðslista, kvikmynda – og sjónvarps.

Könnun undirbúin á vegum SAVÍST og FÍL í samstarfi við Líf og sál ráðgjafafyrirtæki er varðar einelti, kynferðislega áreitni, kyndbundna áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu.

Auk þessa hefur stjórn FÍL tekið málið ítrekað fyrir.   Formaður FÍL og framkvæmdastjóri fundað með hagsmunaaðilum og komið að málum bæði þolenda og gerenda.  Formaður FÍL rætt formlega og óformlega við ráðherra sem og fjölmiðla.