Forsíða

Í sviðsljósinu

Erla Dóra Vogler

Söngvari

Margrét Kristín Sigurðardóttir

Leikari

María Ellingssen

Leikari

Ólöf Ingólfsdóttir

Dansari

Saga Geirdal Jónsdóttir

Leikari

Sigrún Edda Björnsdóttir

Leikari

Þór Hrafnsson Tulinius

Leikari

Ekki missa af

Þingmál í mars 2025

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sviðslistir, nr. 165/2019 (óperustarfsemi). Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um sviðslistir í því skyni að kveða á um bætta umgjörð óperustarfsemi á Íslandi. Lagt er til að í lögunum verði m.a. kveðið á um rekstrarfyrirkomulag óperunnar innan Þjóðleikhússins, hlutverk og helstu verkefni, skipun forstöðumanns og fjárhag. Í frumvarpinu verður jafnframt fjallað um framtíðarsýn á frekari sameiningu sviðslistastofnana á vegum ríkisins. - Frumvarp til laga um menningarframlag streymisveitna til eflingar íslenskri menningu og tungu. Með frumvarpinu er ætlunin að kveða á um skyldubundið menningarframlag innlendra og erlendra streymisveitna sem miðla myndefni til neytenda hér á landi með því að gera kröfu um að tiltekið hlutfall af áskriftartekjum vegna slíkrar miðlunar renni til framleiðslu á innlendum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og heimildarmyndum sem hafa íslenska menningarlega og samfélagslega skírskotun.